Vala, hneppt kápa og húfa
Vala, hneppt kápa og húfa
Sérlega falleg og sparileg kápa. Húfa í stíl.
Kápan er prjónuð í hring neðanfrá og upp. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Prjónuð úr álafosslopa.
Stærðir 2 4 6 8 10
Yfirvídd 63 69 73 76 83
Ermalengd 24 27 30 33 36
Lengd á bol 32 36 42 48 52
Efni og áhöld
5, 5, 5, 6, 6 heklaðar tölur
Sokkaprjónar nr 5½ og 7
Hringprjónar nr 5½ og 7
Heklunál nr 3½ og 5
Prjónfesta
10 x 10 cm= 12 L og 17 umf á prjóna nr 7.
Garn: Prjónuð úr Álafosslopa frá Ístex. Miðast við 100g plötur. Skraut er úr öðrum lopa.
A: Álafoss lopi rauður nr 9970 - 3, 4, 5, 6, 7 |
B: Léttlopi grænn nr 1406 - 1 í öllum stærðum |
C: Plötulopi hvítur nr 0001 - 1 í öllum stærðum |