Tombai lopavettlingar
Tombai lopavettlingar
Dásamlegir vettlingar úr lopa. Vettlingarnir eru með klassísku sniði og háu stroffi sem helst vel á höndum. Ekkert er betra en góðir og liprir lopavettlingar til að leika í snjó og frosti.
Ath að stærðir eru eingöngu til viðmiðunar.
Stærðir: Vettlingarnir koma í 5 stærðum: 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4-6 ára, 7-10 ára.
Stærðir: 1 2 3 4-6 7-10
Garnmagn:
Léttlopi: 1 1 1 2 2
Einband 1 1 1 1 1
Ath að það fer mun minna af einbandi en léttlopa í vettlingana. Áætlað magn af einbandi er ca 15-30 gr eftir stærðum.
Garn: Uppgefið garn er Einband og Léttlopi frá Ístex, einn þráður af hvoru bandi prjónaðir saman.
Auðvelt er að skipta garninu út fyrir annað sem gefur sömu prjónfestu.
Prjónfesta: 16 L í sléttu prjóni á prj nr 5.