Strákur, rennd símunstruð peysa
Strákur, rennd símunstruð peysa
Skemmtileg og lífleg peysa
Munstur er á ermum, bol og axlarstykki.
Peysan er prjónuð í hring neðanfrá og upp. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Prjónuð úr léttlopa.
Stærðir 1 2 4 6
Yfirvídd 56 64 70 77
Ermalengd 20 23 26 29
Lengd á bol 20 23 26 29
Efni og áhöld
Rennilás
Sokkaprjónar nr 3½ og 4½
Hringprjónar nr 3½ og 4½
Heklunál nr 3½
Prjónfesta
10 x 10 cm= 18 L og 24 umf prjónar nr 4½.
Garn: Prjónuð úr léttlopa frá Ístex. Miðast við 50g dokkur. 9 litir:
A: 1403 – 1, 1, 2, 2 |
B: 0051 - 3, 4, 4, 5 |
C: 1406 - 1 í öllum stærðum |
D: 1402 - 1 í öllum stærðum |
E: 1411 - 1 í öllum stærðum |
F: 0053 - 1 í öllum stærðum |
G: 1400 - 1 í öllum stærðum |
H: 9434 - 1 í öllum stærðum |