Skip to product information
1 of 5

Prjónafjör knitting

Snúður, lambhúshetta

Snúður, lambhúshetta

Regular price 990 ISK
Regular price Sale price 990 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Dásamlega falleg húfa.

Húfan er prjónuð með hálfklukkuprjóni yfir höfuðið. Einfalt stroff er í hálsi og við andlit að framan og fellt af með ítalskri affellingu. Kraginn er síðan prjónaður með sléttu prjóni og lýkur með garðaprjóni. Byrjað er á kolli, síðan eru teknar upp lykkjur í hliðum hans og húfan prjónuð fram og tilbaka niður að hálsi. Þá er fitjað upp á lykkjum undir höku og prjónað í hring eftir það.

Stærðir: Húfan kemur í 4 stærðum: 1 árs, 2 ára, 3-4 ára, 5-6 ára.

Garn: Uppgefið garn er Smart garn frá Sandnes 2, 3, 3, 3 dokkur fyrir húfu og 1, 1, 2, 2 dokkur fyrir vettlinga. Garnið er gefið upp sem 50 g = 100 metrar. Auðvelt er að skipta garninu út fyrir annað sem gefur sömu prjónfestu.

Prjónfesta: 24 L í hálfklukkuprjóni á 10 cm á prj nr 4 og 22 L í sléttu prjóni á prj nr 4.

Efni og áhöld:

  • Hringprjónar nr 3½ og 4.
  • Sokkaprjónar nr 3½ og 4.
  • 5 prjónamerki.
  • Nál til að ganga frá endum og fella af með ítalskri affellingu í kringum andlit.
View full details