Snúður, lambhúshetta
Snúður, lambhúshetta
Dásamlega falleg húfa.
Húfan er prjónuð með hálfklukkuprjóni yfir höfuðið. Einfalt stroff er í hálsi og við andlit að framan og fellt af með ítalskri affellingu. Kraginn er síðan prjónaður með sléttu prjóni og lýkur með garðaprjóni. Byrjað er á kolli, síðan eru teknar upp lykkjur í hliðum hans og húfan prjónuð fram og tilbaka niður að hálsi. Þá er fitjað upp á lykkjum undir höku og prjónað í hring eftir það.
Stærðir: Húfan kemur í 4 stærðum: 1 árs, 2 ára, 3-4 ára, 5-6 ára.
Garn: Uppgefið garn er Smart garn frá Sandnes 2, 3, 3, 3 dokkur fyrir húfu og 1, 1, 2, 2 dokkur fyrir vettlinga. Garnið er gefið upp sem 50 g = 100 metrar. Auðvelt er að skipta garninu út fyrir annað sem gefur sömu prjónfestu.
Prjónfesta: 24 L í hálfklukkuprjóni á 10 cm á prj nr 4 og 22 L í sléttu prjóni á prj nr 4.
Efni og áhöld:
- Hringprjónar nr 3½ og 4.
- Sokkaprjónar nr 3½ og 4.
- 5 prjónamerki.
- Nál til að ganga frá endum og fella af með ítalskri affellingu í kringum andlit.