Skjaldflétta, peysa og húfa
Skjaldflétta, peysa og húfa
Falleg peysa og húfa í stíl með köðlum.
Peysan er prjónuð ofanfrá og niður, í hring. Stroff í hálsi er gert tvöfalt með því að prjóna uppfit við fyrstu umferð eftir stroff. Á berustykki er aukið út sitthvoru megin við laska. Peysunni er síðan skipt upp í ermar og bol. Fellt er af með ítalskri affellingu til að fá teygjanlegt stroff neðst á bol og ermum.
Peysa og húfa koma í 6 stærðum: 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára og 6 ára.
Stærðir á peysu:
Stærðir: 1 2 3 4 5 6
Yfirvídd: 65 68 70 73 76 77
Lengd á bol: 23 24 25 26 28 30
Garnmagn: 5 5 6 6 7 8
Stærðir á húfu:
Stærðir 1 2 3 4 5 6
Garnmagn 2 2 2 2 2 2
Garn: Uppgefið garn er Smart garn frá Sandnes. Garnið er gefið upp sem 50 g = 100 metrar. Auðvelt er að skipta garninu út fyrir annað sem gefur sömu prjónfestu.
Prjónfesta: 21 L í sléttu prjóni á prj nr 4.
Efni og áhöld:
- Sokkaprjónar nr 3½ og 4.
- Hringprjónar nr 3½ og 4.
- 8 prjónamerki.
- Nál til að ganga frá endum og fella af með ítalskri affellingu.