Skjól, peysa með kraga / hettu
Skjól, peysa með kraga / hettu
Einstaklega falleg lopapeysa með kraga/hettu
Munstur er neðst á ermum og bol og á kraga/hettu.
Peysan er prjónuð í hring neðanfrá og upp. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Prjónuð úr plötulopa.
Stærðir S M L XL XXL
Yfirvídd 92 97 103 109 114
Ermalengd 47 48 49 50 51
Lengd á bol 48 50 52 54 54
Efni og áhöld
Sokkaprjónar nr 5 og 6
Hringprjónar nr 5, 6 og 8
Prjónfesta
10 x 10 cm= 14 L og 21 umf prjónar nr 6
Garn: Prjónuð úr plötulopa frá Ístex. Miðast við 100g plötur. 5 litir:
A: 0001 - 5, 6, 6, 7, 7 |
B: 0009 - 1 í öllum stærðum |
C: 1038 - 1 í öllum stærðum |
D: 0003 - 1 í öllum stærðum |
E: 1426 - 1 í öllum stærðum |