Prjónafjör knitting
Næturfjóla, peysa, húfa og vettlingar
Næturfjóla, peysa, húfa og vettlingar
Couldn't load pickup availability
Dásamlega fallegt sett fyrir lítil kríli.
Peysan er prjónuð ofanfrá og niður, í hring. Stroff í hálsi er gert tvöfalt með því að prjóna uppfit við fyrstu umferð eftir stroff. Á berustykki er aukið út samkvæmt munsturteikningu. Peysunni er síðan skipt upp í ermar og bol. Fellt er af með ítalskri affellingu til að fá teygjanlegt stroff neðst á bol og ermum.
Athugið að stærðir eru eingöngu til viðmiðunar.
Stærðir: Peysan kemur í 6 stærðum: 6-12 mánaða, 12-18 mánaða, 2 ára, 3 ára, 4-5 ára og 6-8 ára.
Stærðir: 6-12 mán 12-18 mán 2 ára 3 ára 4-5 ára 6-8 ára
Yfirvídd: 53 57 63 70 76 81
Lengd á bol: 19 21 23 27 30 33
Garnmagn peysa: 4 5 6 6 7 8
Garnmagn húfa: 2 2 2 2 2 2
Garnmagn vettl. 1 1 1 1 1 2
Garn:Uppgefið garn er Double Sunday frá Sandnes. Garnið er gefið upp sem 50 g = 108 metrar. Flíkurnar á myndunum eru prjónaðar með lit nr 3161. Auðvelt er að skipta garninu út fyrir annað garn sem gefur sömu prjónfestu.
Prjónfesta: 21 L í sléttu prjóni á prj nr 4.



