Garpur, rennd peysa
Garpur, rennd peysa
Garpur, rennd peysa
Munstur er neðst á ermum og bol og á axlastykki.
Peysan er prjónuð í hring neðanfrá og upp og síðar klippt upp til að opna hana. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Að lokum er heklaður kantur við opnun að framan og saumaður í rennilás.
Prjónuð úr Álafosslopa á prjóna nr 4½ og 6.
Stærðir S M L XL XXL
Yfirvídd 92 98 107 113 122
Ermalengd 49 50 51 52 53
Lengd á bol 41 42 43 44 45
Efni og áhöld
Rennilás
Sokkaprjónar nr 4½ og 6
Hringprjónar nr 4½ og 6
Heklunál nr 5
Prjónfesta
10 x 10 cm = 13 L og 18 umf á prjóna nr 6.
Álafoss lopi frá Ístex, miðast við 100g dokkur. 3 litir:
Litur A: 0056 - 2 dokkur í öllum stærðum |
Litur B: 9975 - 5, 6, 6, 7, 7 dokkur |
Litur C: 0051 - 1 dokka í öllum stærðum |