Freyja hneppt hettupeysa
Freyja hneppt hettupeysa
Freyja hneppt hettupeysa
Aðsniðin síð hettupeysa
Æðisleg, síð peysa eða kápa.
Munstur er neðst á ermum og bol, axlastykki og efst á hettu.
Peysan er prjónuð í hring neðanfrá og upp og síðar klippt upp til að opna hana. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Að lokum er heklaður kantur við opnun að framan.
Peysan er aðsniðin þannig að á henni myndast mitti.
Prjónuð úr tvöföldum plötulopa á prjóna nr 6.
Stærðir S M L XL XXL
Yfirvídd 91 96 102 108 114
Ermalengd 44 45 46 47 48
Lengd á bol 66 67 68 69 70
Efni og áhöld
- 10-12 tölur
- Sokkaprjónar nr 4½ og 6
- Hringprjónar nr 4½ og 6
- Heklunál nr 5
Prjónfesta
10 x 10 cm = 14 L og 21 umf á prjóna nr 6.
Plötulopi frá Ístex, miðast við 100g plötur. 4 litir:
Litur A: 0001 – 7, 7, 7, 8, 8 plötur |
Litur B: 1027 - 1 plata í öllum stærðum |
Litur C: 9103 - 1 plata í öllum stærðum |
Litur D: 0005 - 1 plata í öllum stærðum |