Birkir, peysa
Birkir, peysa
Afskaplega falleg og stílhrein peysa.
Peysan er prjónuð ofanfrá og niður, í hring. Hálsmál er mótað með því að prjóna styttar umf í byrjun á berustykki. Á berustykki er síðan aukið út sitthvoru megin við laska. Peysunni er síðan skipt upp í ermar og bol og hvert stykki prjónað fyrir sig.
Sléttar og brugnar lykkjur ná alla leið niður bol undir handvegi og gefa peysunni fallegt yfirbragð.
Stærðir: Peysan kemur í 6 stærðum: 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára og 6 ára.
Stærðir: 1 2 3 4 5 6
Yfirvídd: 67 69 73 75 78 80
Lengd á bol: 22 23 25 26 28 30
Garnmagn: 5 5 6 6 7 8
Garn: Uppgefið garn er Alpacca ull frá Sandnes. Garnið er gefið upp sem 50 g = 100 metrar. Auðvelt er að skipta garninu út fyrir annað sem gefur sömu prjónfestu.
Prjónfesta: 22 L í sléttu prjóni á prj nr 4.
Efni og áhöld:
- Sokkaprjónar nr 3½ og 4.
- Hringprjónar nr 3½ og 4.
- 9 prjónamerki.
- Nál til að ganga frá endum.