Prjónafjör knitting
Birkir kragi, húfa og vettlingar
Birkir kragi, húfa og vettlingar
Couldn't load pickup availability
Dásamlega mjúkt og fallegt sett.
Settið er einfalt og stílhreint og passar því við allt.
Birkir kragi stærðir 1árs, 2 ára, 3-4 ára, 5-6 ára.
Garnmagn: 2 dokkur í allar stærðir
Kraginn er prjónaður ofanfrá og niður, fyrst í hring og aukið út sitthvoru megin við laska. Síðan eru fram og bakstykki prjónuð í sitthvoru lagi og mótuð með styttum umferðum.
Birkir húfa stærðir 1árs, 2 ára, 3-4 ára, 5-6 ára.
Garnmagn: 1, 2, 2, 2 dokkur
Birkir vettlingar stærðir 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára.
Vettlingarnir eru prjónaðir í hring. Stroff er víðara í byrjun, síðan er það þrengt við úlnlið.
Garnmagn: 1, 1, 2, 2, 2, 2 dokkur
Garn: Uppgefið garn er Alpacca ull frá Sandnes. Garnið er gefið upp sem 50 g = 100 metrar. Auðvelt er að skipta garninu út fyrir annað sem gefur sömu prjónfestu.
Prjónfesta: 22 L í sléttu prjóni á prj nr 4.
Efni og áhöld:
- Sokkaprjónar nr 3, 3½ og 4.
- Hringprjónar nr 3½ og 4.
- 8 prjónamerki.
- Nál til að ganga frá endum.
- 2 dúskar.





