Birkir kragi, húfa og vettlingar
Birkir kragi, húfa og vettlingar
Dásamlega mjúkt og fallegt sett.
Settið er einfalt og stílhreint og passar því við allt.
Birkir kragi stærðir 1árs, 2 ára, 3-4 ára, 5-6 ára.
Garnmagn: 2 dokkur í allar stærðir
Kraginn er prjónaður ofanfrá og niður, fyrst í hring og aukið út sitthvoru megin við laska. Síðan eru fram og bakstykki prjónuð í sitthvoru lagi og mótuð með styttum umferðum.
Birkir húfa stærðir 1árs, 2 ára, 3-4 ára, 5-6 ára.
Garnmagn: 1, 2, 2, 2 dokkur
Birkir vettlingar stærðir 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára, 6 ára.
Vettlingarnir eru prjónaðir í hring. Stroff er víðara í byrjun, síðan er það þrengt við úlnlið.
Garnmagn: 1, 1, 2, 2, 2, 2 dokkur
Garn: Uppgefið garn er Alpacca ull frá Sandnes. Garnið er gefið upp sem 50 g = 100 metrar. Auðvelt er að skipta garninu út fyrir annað sem gefur sömu prjónfestu.
Prjónfesta: 22 L í sléttu prjóni á prj nr 4.
Efni og áhöld:
- Sokkaprjónar nr 3, 3½ og 4.
- Hringprjónar nr 3½ og 4.
- 8 prjónamerki.
- Nál til að ganga frá endum.
- 2 dúskar.